Menntaskólaklíkur: Bakgrunnur og tengsl nýnema í háskólanámi

Tímarit um uppeldi og menntun(2021)

引用 0|浏览0
暂无评分
摘要
Rannsóknir á tengslanetum í háskólanámi hafa staðfest mikilvægi þess að nemendur hafi strax í upphafi náms tengsl við samnema sína. Þetta á ekki síst við um jaðarsetta nemendur, sem finna stuðning í náminu í gegnum tengslanet við nemendur í sömu stöðu. Þá hafa tengslanet nemenda, í samspili við bakgrunn, áhrif á það hvort þeir ljúka námi og því er mikilvægt að skilja uppbyggingu þeirra tengslaneta sem nýnemar leggja upp með innan skólans í byrjun háskólanáms. Spurningakönnun með spurningum um tengsl við samnemendur á sama fræðasviði var því lögð fyrir nýnema á tveimur sviðum Háskóla Íslands, Félagsvísindasviði (FVS) og Verkfræðiog náttúruvísindasviði (VON). Niðurstöður sýna að tengslanet nýrra nemenda litast mjög af því úr hvaða framhaldsskóla þeir koma og eru nemendur úr stærstu skólunum með stærstu tengslanetin. Munur var á tengslum eftir sviðum en nemendur á VON höfðu fleiri tengsl. Einnig var munur á tengslanetum nemenda af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þessar upplýsingar um tengslanet nemenda nýtast við móttöku nýnema þar sem mikilvægt er að skapa tækifæri fyrir nemendur úr minni skólum til að mynda tengsl strax við upphaf náms.
更多
查看译文
AI 理解论文
溯源树
样例
生成溯源树,研究论文发展脉络
Chat Paper
正在生成论文摘要