Skiptir félagslegur stuðningur á vinnustað máli? Tengsl félagslegs stuðnings, starfsánægju, eineltis og áreitni á vinnustað

Hjördís Sigursteinsdóttir, Fjóla Björk Karlsdóttir

Tímarit um viðskipti og efnahagsmál(2021)

引用 0|浏览0
暂无评分
摘要
Mikilvægt er að starfsfólki líði vel á vinnustaðnum enda verja flestir stórum hluta ævinnar þar. Vellíðan á vinnustað hefur áhrif bæði á lífsgæði starfsfólks sem og verðmætasköpun fyrirtækja og þjónustugæði stofnanna. Það eru ýmsir þættir í vinnuumhverfinu sem geta valdið vanlíðan hjá starfsfólki og er einelti og áreitni á vinnustað talin hafa neikvæð áhrif á starfsfólk og þar með starfsánægju. Félagslegur stuðningur á vinnustað er hins vegar talinn verndandi þáttur gegn neikvæðum þáttum í vinnuumhverfinu. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða félagslegan stuðning á vinnustað meðal starfsfólks íslenskra sveitarfélaga og tengsl hans við starfsánægju, einelti og kynferðislega og kynbundna áreitni á vinnustað. Rannsóknin byggir á rafrænni spurningalistakönnun frá árinu 2019 meðal starfsfólks 13 íslenskra sveitarfélaga. Í heildina svöruðu 5.182 spurningalistanum að einhverju eða öllu leyti eftir þrjár ítrekanir, sem gefur 54% svarhlutfall. Mun fleiri konur en karlar eru þátttakendur í rannsókninni eða 82% en það kynjahlutfall endurspeglar vel kynjahlutfall starfsfólks sveitarfélaganna. Niðurstöðurnar sýna að félagslegur stuðningur mældist 4,1 á skalanum 1-5, hærri meðal kvenna en karla. Starfsánægja mældist einnig 4,1 og um 8% starfsfólksins hafði orðið yfir einelti á vinnustað og um 2% fyrir kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni. Niðurstöðurnar sýna einnig að félagslegur stuðningur hafði jákvæð miðlungs sterk tengsl við starfsánægju starfsfólksins og neikvæð veik tengsl við einelti og kynferðislega og kynbundna áreitni á vinnustað. Álykta má út frá niðurstöðum rannsóknarinnar að félagslegur stuðningur vinnufélaga og yfirmanna sé mikilvægur þáttur í starfsánægju starfsfólks sveitarfélaga og sé verndandi þáttur gegn einelti og áreitni á vinnustað. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að stjórnendur og þeir sem bera ábyrgð á vellíðan á vinnustað ættu að leggja áherslu á félagslegan stuðning á vinnustað, ekki síst nú á tímum Covid-19 og á vinnustöðum þar sem sálfélagslegt vinnuumhverfi er erfitt.
更多
查看译文
AI 理解论文
溯源树
样例
生成溯源树,研究论文发展脉络
Chat Paper
正在生成论文摘要